Draugasögur úr sveitinni á Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld kl.20.30

10/05/2011

draugasaga_jpg_550x400_q9510. maí flytur Leikfélag Mosfellssveitar ásamt Tindatríóinu og Sveini Arnari Sæmundssyni söngvara og píanóleikara draugasögur úr sveitinni. Dagskráin hefst klukkan 20.30 á Bókasafni Mosfellsbæjar.

Draugasögur úr sveitinni eru hluti af dagskrá menningarvors Mosfellbæjar í maí. Menningarvor verður nú haldið í þriðja sinn. fjögur þriðjudagskvöld í maí verður metnaðarfull tónlistar- og menningardagskrá þar sem mosfellskir listamenn koma fram. Aðgangur er ókeypis.

Starfsmenn menningarsviðs Mosfellsbæjar hafa unnið að skipulagningu Menningarvors í samvinnu við listamenn í Mosfellsbæ og færir þeim miklar þakkir fyrir jákvæðar undirtektir sem og framlag sitt.

Til baka