Opnir fundir Íþrótta og tómstundanefndar Mosfellsbæjar

12/10/2015

Opnir nefndarfundir Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar verða haldnir miðvikudaginn 14. október og fimmtudaginn 15. október, í samræmi við Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.

Á þessa tvo fundi mæta forsvarsmenn íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ og fara yfir og kynna störf sín, áherslur og væntingar inn í næsta starfsár.

Skipulag fundanna er á þessa leið :

Miðvikudagur. 14. október
Bæjarskrifstofur Kjarna, Þverholt 2, 2. hæð 

17:15 Moto Mos
17:45 Hestamannafélagið Hörður
18:30 Skátafélagið Mosverjar
19:15 Björgunarsveitin Kyndill

 

Fimmtudagur. 15. október
Bæjarskrifstofur Kjarna, Þverholt 2, 2. hæð

17:15 Öspin /Hvíti Riddarinn / skíðadeild KR.
19-20:00 UMFAfturelding

Til baka