Deiliskipulag fyrir vatnsgeymi í Úlfarsfelli

29/09/2018

Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag fyrir vatnsgeymi í Úlfarsfelli.

Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Fyrir gerð deiliskipulags sem nær yfir iðnaðarlóð fyrir vatnsgeymi ásamt aðkomuvegi frá Skarhólabraut og lögnum að og frá vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells.

Megin markmið með gerð deiliskipulagsins er að koma á formlegu deiliskipulagi þannig að framkvæmdir við uppbyggingu á vatnsgeyminum geti hafist og lausn verði fundin á lágum þrýstingi á neysluvatni í Mosfellsbæ.

Á skipulagssvæðinu er einnig opið svæði til sérstakrar nota, gönguleiðir og skógræktarsvæði með reiðstíg sem liggur upp á Úlfarsfell.

Í deiliskipulagslýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband við skipulagsfulltrúa.

Gögn:

Deiliskipulagslýsing liggur frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og á heimasíðu bæjarins á slóðinni mos.is/skipulagsauglysingar.

Skriflegum athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuversins eða til undirritaðs fyrir 22. október 2018.

29. september 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is

Til baka