Samráðsfundur um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja

28/10/2013
Laugardaginn 26. október hélt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar samráðsfund meðal íbúa og félagasamtaka í bænum.  Markmið fundarins var forgangsröðun uppbygginga mannvirkja fyrir íþrótta og tómstundastarfsemi í Mosfellsbæ. Fjölmargir mættu á fundinn úr ýmsum áttum.  Gylfi Dalmann ráðgjafi stjórnaði fundinum i í samstarfi við Halldór Hallldórsson sérfræðingi í forgangsröðun opinberra verkefna.

 

Halldór kynnti á fundinum  hugmyndir sínar varðandi forgansröðun verkefna og Gylfi stjórnaði hugmyndavinnu.  Á næstu vikum munu þeir sem á fundinn mættu útfæra enn frekar sínar hugmyndir og senda Halldóri til frekari úrvinnslu. Fundurinn á laugardaginn var aðeins fyrsta skrefið í samráðsferlinu og verður fróðlegt að sjá afrakstur vinnunnar sem verður kynnt þegar þar að kemur.

Samráðsfundur um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja

Samráðsfundur um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja

Samráðsfundur um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja

Samráðsfundur um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja

Til baka