Afmælisveisla í Reykjakoti

14/03/2014
Þann 25. febrúar átti leikskólinn Reykjakot 20 ára afmæli.
Haldin var vegleg afmælisveisla þar sem börn og starfsfólk skeyttu skólann, útbjuggu afmæliskórónu, sungu afmælissönginn og fengu afmælisköku. Foreldrar voru sérstaklega boðnir velkomnir svo og samstarfsfólk á skrifstofum bæjarins.
Leikskólanum barst vegleg bókagjöf ásamt blómum frá fyrrverandi leikskólastjórum. Til stendur svo að halda skemmtilega útihátíð í garði Reykjakots með vorinu. Stjórnendur og starfsfólk Reykjakots senda þakkarkveðjur til allra sem komu og glöddust með þeim í tilefni afmælisins.
Til baka

Myndir með frétt