Ósk um tilnefningar til jafnréttisviðukenningar 2019

04/07/2019

Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.

Við hvetjum ykkur til að fara inn á mos.is/jafnretti og senda tilnefningar ásamt rökstuðningi fyrir 19. ágúst næstkomandi.

Útnefning lýðræðis- og mannréttindanefndar verður kynnt  á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar, þann 19. september næstkomandi.

Til baka