Reykjahverfið - gatnagerð

07/11/2013
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð í Reykjahverfi (Reykjahvoll) í Mosfellsbæ. Um er að ræða jarðvinnu, holræsalagnir, vatns- og hitaveitulagnir auk lagningu strengja og ídráttarröra.
Verklok 1.maí 2014
Reykjahverfi gatnagerð - útboðsauglýsing
     
Helstu magntölur:
Gröftur    
3500 m3
Fylling
5200 m3
Holræsi 1100 m
Hitaveitulagnir 420 m
Vatnsveitulagnir 360 m
Strenglagnir 4000 m
Ídráttarrör  
750 m
     
Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar frá og með þriðjudegi 05. nóvember 2013.

Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 19. nóvember 2013 kl. 14:00, þar sem þau verða opnuð.

Umhverfissvið Mosfellsbæjar

Til baka