Endurnýjun ljósastaura í fremri hluta Engjavegar

23/02/2021

Um leið og frost fer úr jörðu verður farið í að endurnýja ljósastaura í fremri hluta Engjavegar. Skipt verður út tréstaurum og loftlínu sem liggja frá Reykjalundarvegi að Sólbakka. Þar sem háspennustrengur liggur í lagnastæðinu er ekki hægt að hefja framkvæmdir fyrr en frost er farið úr jörðu.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi eftir að framkvæmdir hefjast og meðan á framkvæmdum stendur.

Til baka