Frágangur á stofnlögn fráveitukerfis neðan Svöluhöfða

22/04/2020

Þar sem veðurspá er hagstæð næstu daga verður ráðist í framkvæmd og frágang við opinn lagnaskurð sem liggur á milli Svöluhöfða og Hlíðavallar. Ráðgert er að nýrri fráveitulögn verði komið fyrir laugardaginn 25. apríl, skurðinum lokað og svæðið grófjafnað þann sama dag.

Búið er að tryggja varúðarmerkingar, girðingar og merkingar hjáleiða til að koma í veg fyrir slysahættu.

Ráðgert er að lokafrágangur á svæðinu verði í byrjun maí og þar með ljúki framkvæmdum á endurnýjun og færslu á stærstu stofnlögn fráveitukerfis Mosfellsbæjar.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að valda og eru gangandi og hjólandi vegfarendur hvattir til að nota hjáleiðir og fara ekki inn á framkvæmdasvæðið.

 

Til baka