Mosfellsbær í fullum blóma

07/06/2013

Mosfellsbær í fullum blómaBlómlegir ljósastaurar um allan bæ.

Undanfarna daga hafa ötulir starfsmenn hjá garðyrkjudeild Mosfellsbæjar unnið hörðum höndum að því að gróðursetja sumarblóm í öllum regnbogans litum. Ber að líta á fagurskreitt blómaker, beð á torgum og lystigörðum auk þess sem sett eru upp blómaker við helstu götur bæjarins og allt kapp lagt á fegra bæinn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Öll blóm sem Mosfellsbær notar til að fegra sveitafélagið eru ræktuð á ýmsum ræktunarstöðum inn í Mosfellsdal en þar má finna ýmsa skemmtilega markaði sem flestir taka til starfa yfir sumartímann. Til að mynda gómsæta grænmetismarkaði og spennandi vinnustofur. Einnig kemur hluti blóma frá Ræktunarstöð Mörk.

Annasamasti tíminn er maí og júní en þá taka starfsmenn garðyrkjudeildar Mosfellsbæjar við og gróðursetja blómin um alla bæ.  Við Kjarnann í Þverholti og í Hlégarðstúni er unnið að kappi við að gróðursetja ný blóm og færa bæinn í liti. Fjólur, stjúpur, tóbakshorn, snædrífur, margarítur og daggarbrár eru helstu blómin sem Ræktunarstöðvarnar ræktar upp til gróðursetningar og sjá má í kerum og beðum bæjarins. Ljósastaurar  skarta fallegum blómakörfum.
Já, Sumarið er komið í Mosfellsbæ.

Til baka