Samtalsbeiðnir í stað símatíma hjá byggingar- og skipulagsfulltrúa

15/09/2021

Frá og með 15. september verður hægt að óska eftir símtali/viðtali við byggingar- og skipulagsfulltrúa í gegnum hnapp á vef Mosfellsbæjar. Á sama tíma leggjast símatímar þessara embætta niður.

Þessi breyting er gerð með það að markmiði að bæta þjónustuna. Með tilkomu samtalsbeiðna er hægt að senda beiðni inn hvenær sem er og verður henni svarað innan 48 klst.

Nánari upplýsingar og/eða aðstoð veitir Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Til baka