Leikskólinn Hulduberg lokaður til og með 3. september

23/08/2020

Staðfest COVID-19 smit er komið upp í leikskólanum Huldubergi. Í samstarfi við rakningarteymi samhæfingarstöðvar almannavarna var tekin sú ákvörðun að loka leikskólanum. Öll börn og starfsmenn leikskólans fara því í 14 daga sóttkví frá og með 21. ágúst til og með 3. september.

Foreldrar og starfsmenn leiksskólans hafa fengið upplýsingabréf.

 

Til baka