Rafræn kosning um íþróttakarl og ­konu

10/01/2019

Búið er að tilnefna 22 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfellsbæjar 2018. 13 karlar eru tilnefndir og 9 konur.

Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa. Velja skal í 1., 2. og 3. sæti. Kosningin fer fram í Íbúagáttinni dagana 10.-15. janúar. 

Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 17. janúar kl. 19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þangað eru allir velkomnir.

 

Til baka