Mosfellsbær gefur út nýjan skuldabréfaflokk

08/10/2015

Mosfellsbær hefur gefið út nýjan skuldabréfaflokk með auðkennið MOS 15 1. Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf til 40 ára með greiðslu afborgana og vaxta á 6 mánaða fresti. Uppgreiðsla er heimil að 15 árum liðnum. Gefnar eru út 500 milljónir að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,18% en samkvæmt skilmálum er hægt að stækka flokkinn frekar.

Skuldabréfaflokkurinn MOS 15 1 verður gefinn út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. mánudaginn 12. október 2015. Skv. skilmálum verða bréfin tekin til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. fyrir árslok 2015.

H.F. Verðbréf hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, s: 525-6700.

Til baka