Menningarvika leikskólanna

13/04/2010

Þessa vikuna stendur yfir árleg menningarvika leikskólanna og er búið að setja upp þessa fínu myndlistarsýningu á Torginu í Kjarna. Menningarvikan stendur til 16. apríl og eru bæjarbúar hvattir til að skoða verk yngstu kynslóðarinnar sem og að njóta söngs þeirra.
Dagskrá:
13. apríl  Sýningin opin fyrir almenning og börn fædd 2006 og 07 syngja kl. 10:40
14. apríl  Sýningin opin fyrir almenning og börn fædd 2005 syngja kl. 10:40
15. apríl  Sýningin opin fyrir almenning
16. apríl  Sýningin opin fyrir almenning og börn fædd 2004 syngja kl. 14:00 við undirleik frá nemendum úr Listaskóla Mosfellsbæjar

 

 

 

Til baka