Breytingar á þjónustu og leiðakerfi Strætó 7. janúar 2018

27/12/2017

Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á þjónustu og leiðakerfi Strætó, sunnudaginn 7. janúar næstkomandi.

Samantekið eru helstu breytingar eftirfarandi:

  • Leið 6 mun aka á 10 mínúta fresti á annatímum, en á móti verður leiðin stytt. Hún mun byrja og enda ferðir sínar í Spönginni í stað Háholts.
  • Leið 7 kemur ný inn í leiðakerfið sem eflir verulega þjónustu við íbúa og gesti Helgafellshverfis og Leirvogstunguhverfis. Leiðin mun aka frá Spöng, framhjá Egilshöll, í gegnum Staðahverfið, inn í Helgafellshverfið, í Leirvogstunguhverfið og til baka. Leið 6 mun aka til klukkan 01:00 alla daga og leið 7 mun aka til miðnættis.
  • Þann 13. janúar mun Strætó hefja næturakstur út miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugar- og sunnudaga. Sex leiðir munu sinna næturakstrinum og munu þær aka á u.þ.b klukkutímafresti frá klukkan 01:00 til ca. 04:30. Einungis verður hægt að taka næturvagnana sem eru á leið út úr miðbænum, en ekki til baka.
  • Leið 106 mun sinna næturakstri til Mosfellsbæjar og ekið verður frá Hlemmi til Háholts. Brottfarir frá Hlemmi verða klukkan 01:30, 02:30 og 03:30.
  • Stakt fargjald með næturvögnum verður 920 krónur eða 2 strætómiðar. Handhafar strætókorta munu hins vegar geta notað kortin í næturvagnana án frekari kostnaðar.

 

Til baka