Úthlutun leikskólavistar barna fædd 2012 eða fyrr

06/03/2014
Sú nýbreytni verður nú í vor að í stað þess að senda út bréf þegar barn fær úthlutað leikskólavist, verða upplýsingar settar inn á Íbúagátt um hvar barn fær úthlutað.

Þegar þessar upplýsingar eru komnar inn, fær umsóknin stöðuna "úthlutað" í stað "mál í vinnslu"

Smella verður á flipann MÁLIN MÍN og þar á málsnúmer umsóknar til að sjá í hvaða leikskóla barnið hefur fengið leikskólavist.

Í framhaldi af því hefur foreldri samband við leikskólastjóra þess leikskóla sem barn fékk úthlutað sem upplýsir foreldri um hvenær aðlögun getur hafist.

Upplýsingar um úthlutun koma inn á Íbúagátt nú í mars og apríl og verður úthlutað eftir aldri.

Aðlögun barna fædd 2012 fer í flestum tilfellum fram í ágúst en reynt er að taka eldri börn inn fyrr.

Allar nánari aðstoð varðandi Íbúagátt veitir Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700 eða í gegnum netfangið mos[hja]mos.is.
Til baka