Lokavinna lóðarfrágangs við Fellið

29/04/2020

Nú stendur yfir lokavinna lóðarfrágangs við Fellið nýja fjölnotahús Mosfellinga. Unnið er að því að tengja göngustíga frá Íþróttamiðstöðinni Varmá að gervigrasvellinum og einnig tengingu inná stígakerfi bæjarins. Snjóbræðslukerfi var lagt í malbikaða stíga og verður því hægt að ganga þurrum fótum frá aðalinngangi íþróttamiðstöðvarinnar að gervigrasvellinum.

 

Til baka