Krakkar úr Dalnum söfnuðu fyrir Reykjadal

12/09/2018

Þessir frábæru krakkar sem búa í nágrenni Reykjadals í Mosfellsdal söfnuðu 17.017 krónum með skransölu fyrr í sumar sem haldin var á markaðnum á Mosskógum hjá Nonna og Völu. Ágóðinn var afhentur í Reykjadal á dögunum.Börnin í Reykjadal höfðu málað boli til að gefa krökkunum og svo var öllum boðið í köku og djús.

Krakkarnir vilja senda hjartans þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu þeim við að framkvæma þessa hjartahlýju hugmynd.

Á myndinni má sjá Ásgeir Anton, Bríeti Björk, Emmu Björk, Ragnheiði Önnu og Júlíönu Rún afhenda afrakstur skransölunnar. Á myndina vantar Telmu og Anítu Finnsdætur.

Frétt og myndir frá mosfellingur.is.

Til baka

Myndir með frétt