Vel heppnað Tindahlaup

03/09/2021

Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl. Að baki hlaupinu standa Björgunarsveitin Kyndill, Blakdeild Aftureldingar og Mosfellsbær. Boðið er upp á fjórar vegalengdir, 1, 3, 5 eða 7 tinda, og hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar.

Metskráning var í ár eða 247 hlauparar. Brautarmet voru sett við góðar aðstæður og vel gekk að leiða alla hlaupara í gegnum krefjandi en skemmtilega braut.

Hægt er að sjá myndir úr hlaupinu á Facebook síðu Tindahlaupsins og skoða úrslitin á hlaup.is.

Til baka