Heilsuvika í Mosfellsbæ 9. - 14. maí 2011

06/05/2011

HeilsuvikaFörum heilbrigð inn í sumarið
Mosfellsbær stendur í fjórða sinn fyrir heilsuviku í Mosfellsbæ að vori og verður heilsuvikan í ár haldin dagana 9.-14 maí. Markmiðið er að efla heilsu Mosfellinga og vekja athygli á heilbrigðu líferni.

Fjölbreytt dagskrá verður í gangi alla vikuna. Meðal annars verður í gangi fellaþrennan svokallaða, þar sem fólk er hvatt til að fara á þrjú fell í umhverfi Mosfellsbæjar og taka þátt í keppni um skemmtilega vinninga. Yngstu börnunum (yngri en sex ára) gefst tækifæri til að taka þátt í fellakeppninni með því að klífa Lágafellið. Dagskrá heilsuvikunnar verður nánar auglýst á www.mos.is/heilsuvika.

Veitingastaðir í bænum leggja áherslu á heilsurétti í heilsuvikunni.

Heilsuvikunni lýkur með heilsuhátíð fjölskyldunnar á Varmársvæðinu laugardaginn 14. maí kl. 11-14.  Þar gefst einstaklingum og fyrirtækjum í heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ að kynna starfsemi sína og jafnvel bjóða heilsutengdan varning til sölu.

Að venju verður fjölskylduhlaupið fyrir alla aldurshópa en nú verður einnig boðið upp á göngu fyrir eldri borgara undir leiðsögn.

Fjölbreytt fræðsluerindi tengd heilsu og hreyfingu verða á dagskránni og ótalmargt annað skemmtilegt og fræðandi.

Dagskráin að Varmá laugardaginn 14. maí kl. 11-14:

11.00 Sölu- og kynningarbásar opna
11.00  Fræðsluerindi: Hreyfing fyrir eldri borgara -
11.15  Heilsuganga eldri borgara undir leiðsögn
11.15  Fræðsluerindi: Hvernig byrja ég að hlaupa? - Halla Karen Kristjánsdóttir
11.45  Hláturjóga fyrir alla fjölskylduna
12.00  Leikskólahlaupið – öll börn fá verðlaunapening
12.00  Fræðsluerindi: Mataræðið og geðheilsan – Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur
12.30  Heilsuhlaupið (3 eða 5km)
13:30  Verðlaunaafhending vegna fjallaþrennu

Fellaþrenna:
Gakktu á þrjú fell í nágrenni Mosfellsbæjar: Helgafell, Úlfarsfell og Reykjaborgina. Á toppi þeirra er að finna miða sem þú skrifar nafn og dagsetningu á og skilar inn í íþróttamiðstöðina að Varmá fyrir 14. maí. Þá gefst þér tækifæri til að vinna frábæra vinninga.

Meðal verðlauna:
1. verðlaun – Boðskort í baðstofu í World Class, Laugum fyrir tvo, mánaðarkort í heilsurækt í World Class, 10.000 króna gjafakort frá Mosfellsbakaríi
2. verðlaun - Boðskort í baðstofu í World Class, Laugum fyrir tvo, 5.000 króna gjafakort frá Mosfellsbakaríi
3. verðlaun - Boðskort í baðstofu í World Class, Laugum fyrir tvo, 3.000 króna gjafakort frá Mosfellsbakaríi

Sérstök aukaverðlaun:
Sumarkort í líkamsrækt í Eldingu að Varmá
Heilsupizzuveisla fyrir fjóra frá Pizza –bræðrum
Heilsuveisla fyrir tvo á Kaffihúsinu á Álafossi
Auk þess fleiri aukaverðlaun

Börn á leikskólaaldri geta gengið á Lágafell og tekið miða þar og skilað inn í Varmá og farið í pott þar sem dregnir verða út sérstakir vinningar fyrir börn.

Athugið: Ef vinningshafi er ekki á staðnum þegar verðlaunaafhending fer fram, laugardaginn 14. maí kl. 13.30 að Varmá, verður dreginn nýr vinningshafi.

 

Til baka