Umsóknarfrestur fyrir Sumarstörf er til og með 30.mars

25/03/2014
Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf.
Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2014. Sækja skal um í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar.

Allar nánari upplýsingar um störf, starfsheiti, starfssvið, hæfnikröfur, laun og vinnutímabil er að finna með því að smella hér eða á starfsheiti hér neðar.

Þeir ganga fyrir um sumarstörf sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ.

Hefðbundin sumarstörf

(Eingöngu fyrir 18 ára og eldri)
 • Yfirflokksstjóri í Vinnuskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 23 ára á árinu)
 • Flokksstjóri í Vinnuskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 20 ára á árinu)
 • Flokksstjóri í garðyrkjudeild (lágmarksaldur 20 ára árinu)
 • Sundlaugavörður í íþróttamiðstöð (lágmarksaldur 20 ára á árinu)
 • Aðstoð við fötluð börn og ungmenni (lágmarksaldur 18 ára á árinu)
 • Sumarstarfsmaður Þjónustustörf/ í garðyrkjudeild (lágmarksaldur 17 ára á árinu)
 • Starf í íþrótta- og tómstundaskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 20 ára á árinu)

Sumarátaksstörf

Eingöngu 17 ára til 20 ára geta sótt um þessi störf (ungmenni fædd á árunum 1994 – 1997).

Markmiðið er að þau ungmenni sem hafa takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði vegna aldurs njóti forgangs að sumarátaksstörfum. 

 • Aðstoðarflokksstjóri í Vinnuskóla
 • Baðvarsla og afgreiðsla í íþróttamiðstöð
 • Golfvöllurinn Bakkakot
 • Golfklúbburinn Kjölur
 • Hestamannafélagið Hörður
 • Knattspyrnuskóli Aftureldingar
 • Skátafélagið Mosverjar
 • Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
 • Starf í leikskóla 
 • Tungubakkar
 • Moto Mos
 • Hitt húsið (sumarstarf fyrir ungmenni með fötlun)

Nánari upplýsingar er að finna hér í tenglunum, en einnig er hægt að hringja í Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525 6700 milli kl. 8 og 16.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur um öll störf er til og með 30. mars. Vinsamlegast athugið að ekki verður tekið við umsóknum sem að berast eftir þann tíma.

Þeir sem sækja um á réttum tíma en fá ekki starf í fyrstu umferð fara sjálfkrafa á biðlista eftir sumarstarfi

Reynt verður að svara öllum umsóknum fyrir 30. apríl.

Til baka