Ekki hella spilliefnum í niðurföll

22/02/2021

Ábendingar hafa borist vegna mikillar bensínlyktar úr holræsum í Hlíðarás. Því er tilefni til að minna á að ekki má hella spilliefnum í niðurföll. Það sem fellur í niðurföll í götum bæjarins og bílskúrum getur borist í ár og læki í regnvatnslögnum og valdið mengun.

Við bendum á bæklinginn Verndum árnar okkar (pdf) fyrir frekari upplýsingar.

Til baka