Seljadalsnáma, tillaga að matsáætlun

21/03/2014
Efla verkfræðistofa f.h. malbikunarstöðvarinnar Höfða hefur lagt fram til Skipulagsstofnunar tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat á efnistöku í Seljadal. Um er að ræða áform um framhald grjótnáms sem hófst 1985, en hefur legið niðri síðan 2012 þar sem nauðsynleg leyfi skorti. Samningur malbikunarstöðvarinnar við Mosfellsbæ um vinnsluna gildir hinsvegar til 2015, og gerir matsáætlunin ráð fyrir að í væntanlegu umhverfismati verði einungis fjallað um vinnslu út þann tíma.

Ofangreind tillaga að matsáætlun liggur nú frammi til kynningar lögum samkvæmt á vegum Skipulagsstofnunar og getur hver sem er lagt fram athugasemdir við hana, en frestur til að gera athugasemdir er til 7. apríl n.k.

 

Auglýsing Skipulagsstofnunar:

http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/nr/937

Tillaga að matsáætlun:
http://www.efla.is/images/Tillaga_Seljadalur.pdf

Til baka