Leiksýning í Lágafellsskóla 'Konung ljónanna'

21/03/2014

Leiklistarval 9. og 10. bekkjar í Lágafellsskóla hefur í mars sýnt leikritið Konung ljónanna fyrir nær fullu húsi á þeim 7 sýningum sem búnar eru. Hér er á ferðinni  leiksýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og nú fer hver að verða síðastu því einungis tvær sýningar eru eftir, uppselt er þann 22. mars en lokasýning er 25. mars kl 20:00

Gaman er að segja frá því að nemandi sem útskrifaðist úr skólanum síðastliðið vor, Arnþór Víðir, bauð sig fram sem aðstoðartónlistarstjóri. María Pálsdóttir leikkona er leikstjóri og hefur Árni Pétur Reynisson, kennari við skólann, einnig komið að uppsetningunni.
Verkið var sett upp í Hagaskóla í fyrra og listilegir búningarnir voru fengnir að láni þaðan. Leikmyndin er unnin af krökkunum sjálfum og frábærum Mosfellingi, Halli Árnasyni, sem töfraði fram forláta tveggja hæða pall. Leikskrá, veggspjöld, dansar og förðun er allt hannað og unnið af krökkunum sjálfum og sjá þeir einnig um tæknistjórn.

Verkið var frumsýnt þann 13. mars og var þá unglingadeild skólans boðið en átta opnar sýningar voru í kjölfarið

Hvetjum Mosfellinga til að fjölmenna. Miðaverð er 1000 kr og 500 kr fyrir 5 ára og yngri.

Síðustu sýningar: 
8. sýning laugardaginn 22. mars kl 16 - uppselt

Lokasýning þriðjudaginn 25. mars kl 20:00  


Hægt er að panta miða á skrifstofu skólans á skólatíma í síma 525-9200

Til baka