Þingmenn kjördæmisins í heimsókn

01/10/2014

Þingmenn suðvesturkjördæmis komu á fund sveitarstjórnarfólks í Mosfellsbæ í hádeginu í dag. Tekið var á móti hópnum á Bókasafni Mosfellsbæjar þar sem Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór yfir nokkra punkta sem snerta samstarf ríkis og sveitarfélaga. Fjallað var um málaflokka eins og sjúkraflutninga, vegaframkvæmdir og velferðarmál.

Hér má sjá kynningu bæjarstjóra.

Til baka