Fimleikastrákar í stuði

16/05/2011

FimleikastrákarNýstofnað drengjalið Fimleikadeildar Aftureldingar kom heim með brons frá Vormóti Fimleikasambands Íslands í 4. flokki. Strákarnir stóðu sig vel en einungis tveir þeirra hafa æft meira en hálft ár. Það var einstaklega skemmtilegt að horfa á leikgleðina sem ríkti í hópnum alla helgina. Ekki er langt síðan trompfimleikafélögum tókst að stofna drengjalið en þeim fer nú fjölgandi enda um frábæra íþrótt að ræða.

Afturelding mætti á svæðið með tvö stúlknalið til viðbótar, bæði í 4. og 5. flokki. Um var að ræða P-1 sem keppt hefur í nokkur ár fyrir deildina og staðið sig vel, lentu meðal annars í 3ja sæti á síðasta vormóti. Einnig fór M-10 sem eru að stíga sín fyrstu skref á mótum FSÍ og hafa jafnframt verið mjög duglegar.

Til baka