Opinn fundur um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í Listasal Mosfellsbæjar

09/04/2014
Boðað er til kynningarfundar um drög að tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040, en nú stendur yfir forkynning á tillögunni skv. 23. gr. skipulagslaga. Fundurinn verður haldinn í Listasalnum fimmtudaginn 10 apríl kl. 17:00 og mun svæðisskipulagsstjóri Hrafnkell Proppé kynna tillöguna. Bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd ásamt embættismönnum er boðið sérstaklega til fundarins, en hann verður einnig opinn öllu áhugafólki um málefnið.

Til baka