Hjálparsími- og netspjall 1717

09/06/2017

Áfallaráð Mosfellsbæjar vekur athygli á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717 sem er öllum opinn. Sérfræðingar þar eru færir um að meta umfang mála og leggja til æskilega aðstoð fyrir hvern og einn sem hefur samband. Hlutverk Hjálparsímans 1717 er mjög víðtækt í þeim skilningi að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila og má segja að ekkert sé Hjálparsímanum óviðkomandi.

Hjálparsíminn er í samstarfi við ýmsar stofnanir og samtök. Má þar nefna Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar, Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, Neyðarlínuna, Kirkjuna, Geðhjálp, Barnaheill, Heimili og skóla og fleiri.

Til baka