Guðrún Ólafsdóttir komin í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2

13/12/2012

White Signal jolalagGuðrún Ólafsdóttir 15 ára nemandi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar á nú lag sem komið er í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2.
Hún leikur lagið ásamt hljómsveitinni White Signal og Gradualekór Langholtskirkju.
Hljómsveitin White Signal hóf starfssemi sína í hornstofu  tónlistarskólans sumarið 2011 og muna margir bæjarbúar eftir þessari hljómsveit sem æfði allan daginn þetta sumar.
Stundum var hægt að heyra í þeim langar leiðir um allan bæinn þegar heitt var í veðri og þau voru með opinn gluggann.
 
Hér er slóð á myndband sem hljómsveitin gerði með þessu fallega jólalagi www.ruv.is/jolalagakeppni

Til baka