Barnafata-skiptimarkaður

16/12/2009

Barnafata-skiptimarkaður fyrir 12 ára og yngri er enn í fullum gangi hjá Kjósardeild Rauða kross Íslands. Opið er alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13 og annan hvorn þriðjudag frá kl. 17-19.
Nú hafa einnig bæst við skipti á sparifötum og spariskóm.
Síðdegismarkaðir verða haldnir eftirfarandi þriðjudaga frá kl. 17-19:
8.  og 15. desember

Hvetjum foreldra til að koma með heilleg föt sem börnin ykkar eru vaxin upp úr og skipta yfir í aðrar stærðir eða öðruvísi föt og skó!
Ókeypis fyrir alla - láttu sjá þig hvort sem þú ert að gefa eða skipta!

Allar nánari upplýsingar í síma 898-6065 og netfanginu kjos[hja]redcross.is.

 

 

Til baka