Hjólið þitt með Dr. Bæk

17/09/2018

Dr. Bæk verður á miðbæjartorginu mánudaginn 17. september kl. 16:00-17:00. Við hvetjum alla hjóleigendur að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá Dr. Bæk.

Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Hann skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar.

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

Til baka