Stóra upplestrarkeppnin í Lágafellsskóla

22/03/2017

Stóra upplestarkeppnin verður haldin í Lágafellsskóla fimmtudaginn 23. mars kl. 17:30. 

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og flytja ljóð. Dómnefnd velur þrjá bestu upplesarana og veitir verðlaun. Hljóðfæraleikarar frá Listaskóla Mosfellsbæjar og skólakór Varmárskóla sjá um tónlistarflutning.
Skáld keppninnar að þessu sinni eru Andri Snær Magnason og Steinunn Sigurðardóttir

Efnt var til samkeppni um myndskreytingu dagskrár og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni.

Allir velkomnir.

Ein af verðlaunamyndum prýðir þessa frétt.

Til baka