Hvað mun nýr leikskóli heita ?

02/10/2013
Í útibúi frá leikskólanum Huldubergi sem nú er risinn við Þrastarhöfða eru starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum. Nú er komið að því að nýi leikskólinn fái nafn og var því  leitað í smiðju Mosfellinga eftir góðu nafni. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar valdi þrjú nöfn sem kosið var um. Þau nöfnin eru hluti af tillögum frá stjórnendum Huldubergs og tengjast þau öll öðrum nafnagiftum á svæðinu. Von bráðar við hátíðlega athöfn verður leikskólanum gefið nafn sitt.
Til baka