Upplýsingar um loftmengun

09/10/2014

Borið hefur á loftmengun vegna eldgoss í Holuhrauni undanfarnar vikur. Vindáttir beina gastegundum nú í átt að höfuðborgarsvæðinu og hefur orðið vart við mengun síðasta sólarhringinn. Mælar Umhverfisstofnunar sem eru næst Mosfellsbæ eru staðsettir í Norðlingaholti og á Grensásvegi í Reykjavík. Á vef stofnunarinnar má sjá upplýsingar um mælingar og viðbrögð við mengun. Mosfellsbær bendir íbúum einnig á upplýsingar um öskufok og loftgæði á heimasíðu Veðurstofu Íslands

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur http://reykjavik.is/loftgaedi má sjá kort yfir staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík en þar er hægt að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs og annarra efna. Liturinn er grænn ef styrkurinn er undir heilsuverndarmörkum fyrir öll efni. Fari styrkur einhvers efnanna yfir heilsuverndarmörk breytist liturinn í gulan eða rauðan. Sýndur er hæsti styrkur efna á hverjum tíma. Til að fá ítarlegri upplýsingar um loftgæði í Reykjavík má velja mælistað á kortinu. Styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) er hægt að skoða í loftgæðafarstöð II, sem nú er staðsett við Völundarhús 1 í Grafarvogi, slóð: http://testapi.rvk.is/#/stodchart/04/regular/41/10-15-2014/10-16-2014 og loftgæðamælistöðinni við Grensásveg, slóð: http://testapi.rvk.is/#/stodchart/02/regular/41/10-15-2014/10-16-2014

Til baka