Samgöngustígur í Ævintýragarði

09/02/2021

Nú eru framkvæmdir 1. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði hafnar. Samgöngustígurinn mun liggja frá Brúarlandi yfir Varmá, framhjá hundagerði og Ævintýragarði og inn að Tunguvegi.

 
 

1. áfangi verksins nær frá Varmá og að hundagerði í Ævintýragarði. Meðan á framkvæmdum 1. áfanga stendur verður gönguleið úr Leirvogstunguhverfi lokuð við hundagerði en bent á hjáleið sem liggur meðfram Tunguvegi að Varmársvæðinu. Ennfremur verður brú yfir Varmá neðan gerfigrasvallar og undirgöng við Helgafellshverfi lokuð og bent á hjáleið um undirgöng við Brúarland.

 
 

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.

Áætluð verklok þessa áfanga eru í apríl 2021.

 

 

 

Til baka