Gilitrutt sýnd í Mosfellsbæ í dag

02/07/2013

GilitruttLeikhópurinn Lotta verður með sýningu á  leikritinu Gilitrutt klukkan 18:00 í Mosfellsbæ í dag. Sýningin verður haldin á túninu við Hlégarð svo gott er að vera klæddur eftir veðri. Eftir sýningu verður boðið uppá myndatökur með persónunum og því er gott að muna eftir myndavél. Miðaverð er 1500 krónur og greitt er á staðnum. 

Gilitrutt er fjölskylduævintýri sem er búið til úr þremur ævintýrum, Gilitrutt, Búkollu og Geitunum þremur. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu og facebooksíðu leikhópsins

Til baka