Álagning fasteignagjalda 2021

01/02/2021

Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ.

Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar, ibuagatt.mos.is.

Fasteignagjöld skiptast á tíu gjalddaga frá 1. febrúar til 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga við vanskil. Sé heildar fjárhæð fasteignagjalda fyrir árið 2021 undir kr. 40.000.- er einn gjalddagi þann 1. febrúar.

Fasteignagjöld má greiða í banka, netbanka eða boðgreiðslum á greiðslukort. Greiðsluseðlar eru ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega. Skráning á boðgreiðslum fer fram í gegnum Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Afsláttur til tekjulágra elli-og örorkulífeyrisþega er reiknaður sjálfkrafa í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra. Það þarf því ekki að sækja um afsláttinn sérstaklega. Reglur og skilyrði afsláttar má sjá á mos.is/fasteignagjold.

Þjónustuver Mosfellsbæjar veitir nánari upplýsingar og sendir þeim sem þess óska útprentaða álagningarseðla og greiðsluseðla.

Til baka