Útboðsauglýsing - Helgafellsskóli nýbygging, uppsteypa og utanhússfrágangur

17/01/2017

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, uppsteypa og utanhússfrágangur.

Mosfellsbær vinnur nú að byggingu leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ, nánar tiltekið við Gerplustræti 14. Ráðgert er að uppbyggingin verði í nokkrum áföngum, 1. áfangi sem nú er unnið að er fyrir yngsta stig grunnskóla og á að taka í notkun haustið 2018. 1. áfanginn er um 4.000 ferm. bygging á tveimur hæðum, þar af nokkur hluti sem verður innréttaður og tekin í notkun á síðari stigum. Fullbúinn skóli verður um 7.300 ferm. Verkið sem nú er boðið út er annar verkhluti 1. áfanga og nefnist uppsteypa og utanhússfrágangur.

Helstu verkþættir eru:

 • Uppsteypa, forsteyptar einingar, holplötur og þakeiningar.
 • Útigluggar og -hurðir, einangrun og klæðningar.
 • Þakfrágangur, niðurföll og grunnlagnir.

Helstu magntölur eru:

 • Brúttógólfflötur 4.006 m²
 • Steinsteypa 1.200 m³
 • Forsteyptar útveggjaeiningar 1.191 m²
 • Holplötur 2.900 m²
 • Þakeiningar 1.432 m²
 • Gluggar og útihurðir 461 m²
 • Viðsnúið þak 1.068 m²
 • Leiksvæði á þaki með gervigrasi og göngustígum 959 m²

Verkinu er skipt í tvo áfanga:

 • Uppsteypu og frágangi glugga skal lokið 1. desember 2017
 • Utanhúsfrágangi skal lokið fyrir 1. febrúar 2018

Útboð á innanhúsfrágangi er fyrirhugað í framhaldi þessa verks sem skal lokið 1. júlí 2018

Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 17. janúar 2017.

Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 31. janúar 2017 kl. 11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka