Vorhreinsun í algleymingi

09/05/2012

Álafoss

Dagana 20. apríl – 13. maí er hreinsunarátak í Mosfellsbæ.
Vorhreinsun lóða stendur yfir þessa viku eins og glöggt má sjá þegar farið er um bæinn þessa daga en sjá má glaðbeitt fólk víðsvegar með svarta ruslapoka í hönd að fegra bæinn sinn.

Nú hillir í  vorið og því tímabært að fjarlægja rusl eftir veturinn.

Á þessu tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi.
Íbúar eru minntir á að klippa hekk og tré sem ná inn yfir gangstéttir og stíga.

Mosfellingar kunnu greinilega vel að meta þá þjónustu bæjarins að bjóða upp á gáma til losunar fyrir garðaúrgang en aðgengilegi að þeim var á tímabilinu 23. apríl til 7. maí í hverfum bæjarins.  

Starfsmenn Áhaldahúss verða á ferðinni að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Fólk er hvatt til að setja garðaúrgang í poka og binda greinaafklippur í knippi. Gert er ráð fyrir að úrgangur verði sóttur fyrir utan lóðarmörk dagana fram til 13. maí.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar verða á ferðinni alla þessa viku til 13. maí að hirða upp stærra rusl sem taka þarf til að mynda bílhræ og annað stærra rusl.

Til baka