Heitavatnsbilun - vinnu er að ljúka

22/01/2019

Bilun varð á heitavatnslögnum í Helgafellshverfi í morgun og hefur vinna að lagfæringu staðið síðan þá. Stefnt er að því að vinna við lögnina klárist um klukkan 17:00. Þá verður byrjað á því að hleypa á vatni neðan Vefarastrætis og því svo hleypt á í áföngum þar til heitt vatn verður komið á allt hverfið að nýju. Það ferli getur tekið allt að þrjá tíma.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun kann að hafa valdið.

Til baka