Fræsing á hringtorgi við Langatanga

14/09/2021

Í kvöld milli kl. 19:30 og 24:00 verður fræst hringtorg á Vesturlandsvegi við Langatanga í Mosfellsbæ. Veginum verður lokað milli Skarhólabrautar og Reykjavegar. Hjáleiðir verða um Skarhólabraut/Reykjaveg annars vegar og Þverholt/Baugshlíð hins vegar.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

 
 
 
 
 
 

 

Til baka