Tillögur að breytingum

15/04/2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

- Aukning frístundabyggðar í suðurhluta Mosfellsbæjar.

Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að þétta frístundabyggð á þremur svæðum sem liggja að núverandi byggð, annarsvegar á svæði norðan af Selvatni og hins vegar vestan Dallands. Svæðin eru skráð „Óbyggð svæði“ skv. gildandi aðalskipulagi.

Breytingin tekur til svæða með landflokkunarreitanúmerin 540-F L.125202, 541-F L.125204, 543-F L.226500 og L.226501. Engin hús eru á svæðinu en heimildir verða í samræmi við aðalskipulag um hámark eitt hús á 0,5 ha. Samanlögð viðbót frístundasvæðis er 11,2 ha.

 

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

- Skipulagsmörk við Lynghól stækkuð.

Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að deiliskipulagssvæðið er stækkað til vesturs og nær þá bæði utan um löndin L.125346 og L.125351. Ný lóð er 6.583 m2 og er stærð nýs byggingarreits 1.453 m2. Á lóðinni má reisa byggingar að heildarmagni 199 m2.

Gildandi deiliskipulag var staðfest 15. desember 2010 og önnur ákvæði þess verða óbreytt. Á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er svæðið frístundabyggð 524-F.

 

Tillögurnar tvær verða til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, fyrstu hæð, Þverholti 2, frá 15. apríl 2020 til og með 29. maí 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Uppdráttur eru einnig birtir á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar. Aðalskipulagstillagan er einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skip­ulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 29. maí 2020.

 

15. apríl 2020
Fh. Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
kristinnp[hja]mos.is 

 

 

Til baka