Opinn fundur skipulagsnefndar Mosfellsbæjar

17/03/2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar þar sem einkum verður fjallað um almenningssamgöngur í bænum.

Fundurinn verður haldinn í Listasalnum inn af Bókasafninu í Kjarna Þriðjudaginn 18. mars og hefst hann kl. 17.

Fyrst á dagskrá fundarins verður kynning á skipulagsnefnd og verksviði hennar. Síðan mun fulltrúi Strætó bs. gera stuttlega grein fyrir stöðu almenningssamgangna í bænum og að því loknu verður opnað fyrir almennar
umræður og fyrirspurnir.

Fundurinn er opinn öllum en ungir Mosfellingar eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Til baka