Fjárhagsáætlun kynnt fyrir íbúum

25/11/2014

Í gær var haldinn kynningarfundur fyrir íbúa Mosfellsbæjar um fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram í bæjarstjórn. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri kynnti helstu atriði áætlunarinnar fyrir viðstöddum og hann ásamt fleiri starfsmönnum Mosfellsbæjar svöruðu spurningum fundarmanna. Hér má nálgast kynningu bæjarstjóra. Íbúum er alltaf velkomið að senda fyrirspurnir í gegnum fyrirspurnarhlekk hér efst á síðunni. 

Til baka