NART menningarverkefni á vinabæjarráðstefnu í Mosfellsbæ 2018.

Opnað fyrir umsóknir um þátttöku í rafræna menningarverkefninu NART á rafrænni vinabæjarráðstefnu 2021

11/02/2021

Mosfellsbær er hluti af vinabæjarkeðju með Thisted í Danmörku, Uddevalla í Svíþjóð, Skien í Noregi og Loimaa í Finnlandi og eru vinabæjarmót haldin annað hvert ár til skiptis í bæjunum. Til stóð að Loimaa í Finnlandi héldi ráðstefnuna sumarið 2020 en í ljósi heimsfaraldurs var henni frestað. Ráðstefnan verður dagana 1.-2. júní 2021 og verður rafræn í fyrsta skiptið.

Samhliða ráðstefnunni verður menningarverkefnið NART (Nordic Art) og verður það einnig rafrænt eins og ráðstefnan. Að þessu sinni er verið að leita að tveimur listamönnum frá hverju landi innan vinabæjarkeðjunnar sem starfa innan sjón- og tónlistar.

NART 2021 er ætlað að tengja saman fagfólk innan sjón- og tónlistar frá vinabæjunum fimm. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vef Mosfellsbæjar, mos.is/nart.

Þeir listamenn sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu fyrir hönd Mosfellsbæjar geta sent inn skriflega umsókn með rökstuðningi fyrir hæfi til þátttöku á skipuleggjendur í Finnlandi í gegnum netfangið taidetalo@loimaa.fi eða á netfang Mosfellsbæjar mos@mos.is.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2021.

Mynd: NART menningarverkefni á vinabæjarráðstefnu í Mosfellsbæ 2018.
Til baka