Dagur Listaskólans - Opið hús laugardaginn 15. mars

12/03/2014

dagur ListaskólansOpið hús kl. 11.00 – 13.00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð og kl. 10.00 – 12.00 hjá Skólahljómsveitinni, í kjallara Varmárskóla.

Komið og kynnið ykkur starfsemina og það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans.

Myndlistarskólinn
sýnir myndverk á göngum Listaskólans.

Tónlist í öllum stofum og vöfflur í Listaskólanum.

Leikfélag Mosfellssveitar
frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í Bæjarleikhúsinu föstudaginn 14. mars kl. 20.00.
Miðasala er í síma 5 66 77 88.

Skólahljómsveitin
Kennarar Skólahljómsveitarinnar bjóða foreldrum barna í A, B og C sveit að koma í spilatíma og samspil, þar sem foreldrarnir spila á hljóðfæri barna sinna.
Dagskráin fer fram í æfingarhúsnæði Skólahljómsveitarinnar í Varmárskóla og hefst kl. 10.00. Eftir u.þ.b. 60 mín. hóptíma verður samæfing.
Samspilinu lýkur kl. 12.00.

Sjá augýsingu

Til baka