Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2018

18/01/2019

Kynning á kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í 27. skipti í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 17. janúar sl. að viðstöddum tæplega 400 gestum. Níu konur og þrettán karlar voru tilnefnd til titilsins.

Íþróttakona Mosfellsbæjar var kjörin María Guðrún Sveinbjörnsdóttir íþróttakona tækwondodeildar Aftureldingar og íþróttakarl Mosfellsbæjar var kjörinn Andri Freyr Jónasson knattspyrnumaður úr Aftureldingu.

Auk þess var fjölda íþróttamanna bæjarins veittar viðurkenningar fyrir árangur á árinu 2018.

Mosfellsbær óskar þeim til hamingju með kjörið.

Til baka