Jeanne Bøe á Menningarhausti í Mosfellsbæ

30/10/2014
Jeanne Í KVÖLD fimmtudaginn 30.október mun Jeanne Bøe leikkona frá Skien í Noregi sem er vinabær Mosfellsbæjar, flytja einleikinn "Með tröll í hjarta" sem byggir á hinum þekkta Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Jeanne mun flytja einleikinn á ensku í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ

Jeanne lærði leiklist við The Academy of Live and Recoded Arts í London og hefur komið fram víðsvegar um heim til að mynda á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Svíþjóð, Dubai og Noregi. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, auk þess að hafa skrifað handrit fyrir leikhús og kvikmyndir.

Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ stendur við Þverholt, Sími í leikhúsinu er 566 7788.

Mætum tímanlega og njótum þess að eiga góða stund yfir skemmtilegu verki
Til baka