Gular viðvaranir í gildi

20/09/2021

Gert er ráð fyrir vonskuveðri á morgun, þriðjudaginn 21. september, og eru gular viðvaranir í gildi um allt land.

Víða verður hvassviðri eða stormur og mikil rigning. Það viðrar illa til ferðalaga og er fólk hvatt til að huga að lausamunum.

Til baka